Daglegir pistlar ritstjora 2026.
1. janúar 2026.
Dagur vonar og trúar.
Áramót! Þau eru núna. Og hvað hefur breyst með þeim? Ekkert, nema endatalan í ártalinu og tölustafurinn sex er kominn í fimmunnar stað. Þetta er eina sjáanlega breytingin í þeirri stóru mynd, enn sem komið er. Dagurinn er því viðblasandi eins og allir aðrir nýir dagar á þessum árstíma og mætir manni með kolniðamyrkri og réttir fram óskrifað, staflaust hvítt blað. Allt lítur eins út og var.
Að ekkert breytist er á sinn hátt gott og við getum verið fullviss um að Jesús Kristur, sonur lifandi Guðs, er enn hinn sami og áður og starfi frá himnum til sinna manna og kvenna á jörðinni eins og verið hefur gegnum aldirnar. Þannig sjáum við að breytingin er ekkert sérlega stór né mikil en þó breyting sem skiptir okkur máli að farið sé rétt með til að skjalið okkar öðlist rétta dagsetningu og löggildingu eins og verið hefur. Breytingin raunverulega er engin nema þessi eini litli tölustafur, sex í stað fimmu áður. Mjög aumlegt en svona lífið.
Nýtt ár kom og klessti á hið gamla,
það kallar hátt og biður sér griða.
Nýja árið vill það brjóta og bramla,
og býður gamla engan aðgangsmiða.
Hressum okkur upp því enn er Guð hinn sami og bíður okkur orðið sitt og ekkert minna heldur en fyrra Þessaloníkubréf.
Og meira! Nýja árið rifjar upp fyrir honum sem orð þessi ritar að hann sagði skilið við allt áfengi og slíkt leiðindabrölt. Árið sem það skeði á er 1979 og lífið blasti við honum aftur en nú með alveg nýjum hætti. Ég hætti ekki að lifa. Skoðum ritningarver:
Þessalónikubréf 1. 1-4.
“ Páll, Silvanus og Tímóteus heilsa söfnuði Þessaloníkumanna sem er í Guði föður og Drottni Jesú Kristi. Náð sé með yður og friður.
Ég þakka ávallt Guði fyrir ykkur öll er ég minnist ykkar í bænum mínum. Ég minnist stöðugt fyrir augliti Guðs vors og föður hve mikið þið starfið í trúnni, stríðið í kærleikanum og eruð staðföst í voninni á Drottin vora, Jesú Krist. Guð elskar ykkur, systkin. Ég veit að hann hefur útvalið ykkur.”
„Ég veit að hann hefur útvalið ykkur“ - segir hér. Orð Páls benda á mig og þig.
Val minn kæri: Orðið hefur gengið með okkur og við daglega numið og valið það og vitum að lífið er stöðugt tækifæri og skilja og nota þarf daginn rétt. Vandast málið kannski núna? Af hverju? Kristur er hinn sami og er okkar mál. Jesú lifir! Hann er upprisinn! Amen.
Oliver Hartman