
Fauk svo litla rósin rauð? pdf- blað
Hvernig sem allt er lifir Drottinn drottna og fylgir sínum eftir, að biðja fyrir fólki og kristilegu starfi er mest og best allra hjálpa og á hendi trúaðra sem skilja hlutverk sitt að framkvæma. Amen.
Konráð Rúnar hefur lengi fengist við skrif en samt ekki alla ævi. Þangað til snerti hann varla á penna né hirti um að eiga til autt blað til að rita á orð.
Löngunin til að tjá sig á blaði vaknaði ekki fyrr en snemma árs 1984 og sú pæling vöknuð að þrátt fyrir litla menntun ætti það ekkert að hindra neitt tjáningarfrelsi einstaklings. Á þessum tíma var þetta mest menntafólk sem gerði verkið.
Morgunblaðið, Vísir, á meðan það blað var enn rekið sjálfstætt, og svo Dagblaðið Vísir, birtu í þá daga greinar lesenda undir "Lesendur."-
Lengi vel vissi Konráð að hann hefði skoðanir á einu og öðru og taldi sig hafa margt til máls að leggja og ekkert síður en annað fólk.
Markmiðið er þó ekki að vekja umræðu, um hana er honum raunverulega sama, heldur tjáir hann einvörðungu eigið álit á einu og öðru máli. Sem sagt! „Skráðu sjálfur þitt álit. Leyfðu mér að hafa mitt.“
Kveðja Konráð Rúnar.
